Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 14:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis. vísir/Vilhelm Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira
Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira