Starfsmanni í Skarðshlíðarskóla sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 15:55 Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði. Starfsmanni við Skarðshlíðarskóla hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skólastjóri í Skarðshlíðarskóla hefur eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira