Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2021 23:03 Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur fyrir mál er varðar þungunarrof síðan Amy Coney Barrett var skipuð við réttinn. Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira