Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 20:16 Þingforysta Repúblikanaflokksins virðist vera búin að fá sig fullsadda af uppátækjum forsetans. epa Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. Um er að ræða algjöra stefnubreytingu frá því að kosið var um ákærur gegn Trump í fyrra skiptið en þá var hart lagt að þingmönnum flokksins að standa með forsetanum. Kevin McCarthy, leiðtogi minnihlutans í neðri deildinni, hefur sagt að hann muni sjálfur greiða atkvæði gegn ákærum og leitast við að stýra öðrum í sömu átt. Hann hefur hins vegar varað samflokksmenn sína við því að tala illa um þá sem greiða atkvæði með, þar sem það kunni að stofna lífi viðkomandi í hættu. According to a GOP source on conference phone call yesterday, Kevin McCarthy warned members not to verbally attack colleagues who vote for impeachment because it could endanger their lives.— John McCormack (@McCormackJohn) January 12, 2021 McCarthy ræddi við Trump í síma í dag og sagði eftir á að forsetinn hefði að hluta gengist við ábyrgð sinni vegna atburðarásarinnar í þinghúsinu á dögunum. Símtalinu hefur hins vegar verið lýst sem spennuþrungnu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hefur lítið tjáð sig um ákærurnar en tveir samflokksmenn hans í efri deildinni hafa kallað eftir afsögn forsetans og ráðgjafar hans hafa sagt við fjölmiðla að allt að tólf eða svo gætu greitt atkvæði með ákærum. Ef allir þingmenn öldungadeildarinnar greiða atkvæði þurfa sautján repúblikanar að greiða atkvæði með demókrötum til að sakfella forsetann. Gengið verður til atkvæða á morgun. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Um er að ræða algjöra stefnubreytingu frá því að kosið var um ákærur gegn Trump í fyrra skiptið en þá var hart lagt að þingmönnum flokksins að standa með forsetanum. Kevin McCarthy, leiðtogi minnihlutans í neðri deildinni, hefur sagt að hann muni sjálfur greiða atkvæði gegn ákærum og leitast við að stýra öðrum í sömu átt. Hann hefur hins vegar varað samflokksmenn sína við því að tala illa um þá sem greiða atkvæði með, þar sem það kunni að stofna lífi viðkomandi í hættu. According to a GOP source on conference phone call yesterday, Kevin McCarthy warned members not to verbally attack colleagues who vote for impeachment because it could endanger their lives.— John McCormack (@McCormackJohn) January 12, 2021 McCarthy ræddi við Trump í síma í dag og sagði eftir á að forsetinn hefði að hluta gengist við ábyrgð sinni vegna atburðarásarinnar í þinghúsinu á dögunum. Símtalinu hefur hins vegar verið lýst sem spennuþrungnu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hefur lítið tjáð sig um ákærurnar en tveir samflokksmenn hans í efri deildinni hafa kallað eftir afsögn forsetans og ráðgjafar hans hafa sagt við fjölmiðla að allt að tólf eða svo gætu greitt atkvæði með ákærum. Ef allir þingmenn öldungadeildarinnar greiða atkvæði þurfa sautján repúblikanar að greiða atkvæði með demókrötum til að sakfella forsetann. Gengið verður til atkvæða á morgun.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira