Innlent

Ölvuð í Heiðmörk með ársgamalt barn í bílnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Parið verður í fangageymslu í nótt og verða þau yfirheyrð á morgun.
Parið verður í fangageymslu í nótt og verða þau yfirheyrð á morgun. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins handtóku í dag par í Heiðmörk vegna gruns um ölvunarakstur. Parið verður í fangageymslu í nótt og verða þau yfirheyrð á morgun.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var ársgamalt barn þeirra fært í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Þá var maður handtekinn í Garðabær í kvöld eftir að hann ók á utan í annan bíl og stakk af. Sá reyndist einnig ölvaður. Einnig varð slys á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem ökumaður missti stjórn á bíl sínum og urðu skemmdir á bíl og umferðarmannvirkjum, samkvæmt lögreglunni.

Karl og kona voru handtekin í verslun í Garðabæ á áttunda tímanum. Þau höfðu verið handsömuð af öryggisvörðum vegna þjófnaðar. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Að endingu voru tveir karlmenn handteknir í Hafnarfirði í kvöld. Þá hafði lögreglan fengið tilkynningu um að þeir væru að neyta fíkniefna og voru þeir með efni í fórum sínum þegar lögreglu bar að garði. Mennirnir játuðu brot sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×