FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2021 22:30 Þessi mynd er tekin við þinghús Washingtonríkis þar sem vopnaðir menn hafa verið að mótmæla niðurstöðum forsetakosinganna. FBI varar við því að meðlimir vopnaðra hópa beini sjónum sínum að þinghúsum víðsvegar um Bandaríkin. AP/Ted S. Warren Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. Þá eiga mótmælin að fara fram í öllum 50 höfuðborgum Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í innri skjölum FBI sem blaðamenn ABC News hafa komist á snoðir um. Í frétt miðilsins segir að FBI sé einnig að vara við því að vopnaðir menn ætli sér að ráðast til atlögu og brjóta sér leið inn í opinberar byggingar víðsvegar um Bandaríkin. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum sem hafa lesið skjölin að rannsakendur FBI telji meðlimi fjarhægri öfgasamtaka hafa komið að skipulagningu mótmælanna. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt formlega fram frumvarp um að kæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í annað sinn fyrir embættisbrot. Í frumvarpinu er Trump sakaður um að hafa hvetja fólk til uppreisnar varðandi árásina á þinghúsið í síðustu viku. Starfsmenn FBI eru einnig sagðir hafa fengið fregnir af því að meðlimir öfgahóps ætli sér að ferðast til Washington DC þann 16. janúar. Öfgamennirnir hafi hótað stærðarinnar uppreisn ef Trump verði vikið úr embætti. Í frétt Washington Post segir að til standi að virkja allt að fimmtán þúsund meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna og senda þá til Washington DC vegna embættistökunnar. Nú þegar hafa um sex þúsund menn verið sendir frá sex ríkjum. Það er til viðbótar við viðbúnað annarra löggæsluembætta í borginni en óljóst er hvort þjóðvarðliðarnir munu bera vopn eða ekki. Það veltur á ákvörðunum ráðamanna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þá eiga mótmælin að fara fram í öllum 50 höfuðborgum Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í innri skjölum FBI sem blaðamenn ABC News hafa komist á snoðir um. Í frétt miðilsins segir að FBI sé einnig að vara við því að vopnaðir menn ætli sér að ráðast til atlögu og brjóta sér leið inn í opinberar byggingar víðsvegar um Bandaríkin. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum sem hafa lesið skjölin að rannsakendur FBI telji meðlimi fjarhægri öfgasamtaka hafa komið að skipulagningu mótmælanna. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt formlega fram frumvarp um að kæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í annað sinn fyrir embættisbrot. Í frumvarpinu er Trump sakaður um að hafa hvetja fólk til uppreisnar varðandi árásina á þinghúsið í síðustu viku. Starfsmenn FBI eru einnig sagðir hafa fengið fregnir af því að meðlimir öfgahóps ætli sér að ferðast til Washington DC þann 16. janúar. Öfgamennirnir hafi hótað stærðarinnar uppreisn ef Trump verði vikið úr embætti. Í frétt Washington Post segir að til standi að virkja allt að fimmtán þúsund meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna og senda þá til Washington DC vegna embættistökunnar. Nú þegar hafa um sex þúsund menn verið sendir frá sex ríkjum. Það er til viðbótar við viðbúnað annarra löggæsluembætta í borginni en óljóst er hvort þjóðvarðliðarnir munu bera vopn eða ekki. Það veltur á ákvörðunum ráðamanna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01
Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22