Lög um snjallfarsímaeign barna og ungmenna? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 12. janúar 2021 07:02 Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun