Lögðu fram frumvarp um aðra kæru gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2021 17:51 Stuðningsmenn Trumps hlusta á ræðu hans á baráttufundi fyrir árásina á þingið þann 6. janúar. AP/Evan Vucci Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt formlega fram frumvarp um að kæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í annað sinn fyrir embættisbrot. Það felur í sér að kæra hann sérstaklega fyrir að hvetja fólk til uppreisnar og þá fyrir hlutverk hans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa einnig reynt að fá út úr því skorið hvort einhverjir óeirðarseggir hafi ætlað sér að taka gísla eða valda þingmönnum og öðrum skaða. Repúblikanar í fulltrúadeildinni stöðvuðu í dag þingsályktunartillögu um að kalla til þess að Mike Pence, varaforseti, og ráðherrar Trumps, virki 25. ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og víki Trump frá völdum. Full atkvæðagreiðsla um þá tillögu mun líklega fara fram á morgun og í kjölfar samþykktar hennar, eins og gert er ráð fyrir að verði gert, mun Pence fá sólarhring til að grípa til aðgerða, samkvæmt Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Atkvæðagreiðsla um kæruna gæti því farið fram á miðvikudaginn. Verði hún samþykkt í fulltrúadeildinni yrði hún svo send til öldungadeildarinnar. Fimm eru látnir vegna árásinnar. Þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin til bana af löggæslumanni innan veggja þinghússins. Kærufrumvarpið vísar sérstaklega til ítrekaðra ummæla Trumps um að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar í nóvember og að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigurinn. Embættismenn víða þvertaka fyrir það. Rannsóknir og endurtalningar hafa ekki varpað ljósi á neitt svindl af þeim skala sem Trump hefur talað um og hann og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála, eða þeim verið vísað frá, í þeim ríkjum sem deilurnar snúast um. Fyrir árásina á þingið hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið þar sem hann gagnrýndi þingmenn og Pence harðlega. Pence var með formlegt hlutverk í því að staðfesta niðurstöðurnar og hafði sagt Trump að hann hefði ekkert vald til þess að koma í veg fyrir staðfestinguna, eins og forsetinn hafði krafist. Trump hvatti fólk til að fara að þinghúsinu og mótmæla þessum meinta stuldi kosninganna, berjast og „bjarga landi þeirra“. Á meðan að á árásinni á þingið stóð er Trump sagður hafa fylgst með í sjónvarpi og sendi hann út tíst þar sem hann gagnrýndi Pence frekar. Margir óeirðarseggir kyrjuðu hástöfum: „Hengjum Mike Pence“ þegar þeir ruddu sér leið inn í þinghúsið. Á myndböndum sem tekin voru skömmu eftir tíst Trumps um Pence mátti heyra fólk nefna hann sérstaklega og vera að leita að honum. Margir leituðu einnig að Pelosi. Sjá einnig: Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Þingmenn virðast telja að ekki nái að klára kæruferlið gegn Trump áður en Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. AP fréttaveitan segir þó að þingmenn séu margir þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að kæra hann og ná því í gegnum þingið, til að tryggja að hann geti ekki boðið sig aftur fram til embættis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. 11. janúar 2021 00:50 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa einnig reynt að fá út úr því skorið hvort einhverjir óeirðarseggir hafi ætlað sér að taka gísla eða valda þingmönnum og öðrum skaða. Repúblikanar í fulltrúadeildinni stöðvuðu í dag þingsályktunartillögu um að kalla til þess að Mike Pence, varaforseti, og ráðherrar Trumps, virki 25. ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og víki Trump frá völdum. Full atkvæðagreiðsla um þá tillögu mun líklega fara fram á morgun og í kjölfar samþykktar hennar, eins og gert er ráð fyrir að verði gert, mun Pence fá sólarhring til að grípa til aðgerða, samkvæmt Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Atkvæðagreiðsla um kæruna gæti því farið fram á miðvikudaginn. Verði hún samþykkt í fulltrúadeildinni yrði hún svo send til öldungadeildarinnar. Fimm eru látnir vegna árásinnar. Þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin til bana af löggæslumanni innan veggja þinghússins. Kærufrumvarpið vísar sérstaklega til ítrekaðra ummæla Trumps um að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar í nóvember og að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigurinn. Embættismenn víða þvertaka fyrir það. Rannsóknir og endurtalningar hafa ekki varpað ljósi á neitt svindl af þeim skala sem Trump hefur talað um og hann og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála, eða þeim verið vísað frá, í þeim ríkjum sem deilurnar snúast um. Fyrir árásina á þingið hélt Trump baráttufund við Hvíta húsið þar sem hann gagnrýndi þingmenn og Pence harðlega. Pence var með formlegt hlutverk í því að staðfesta niðurstöðurnar og hafði sagt Trump að hann hefði ekkert vald til þess að koma í veg fyrir staðfestinguna, eins og forsetinn hafði krafist. Trump hvatti fólk til að fara að þinghúsinu og mótmæla þessum meinta stuldi kosninganna, berjast og „bjarga landi þeirra“. Á meðan að á árásinni á þingið stóð er Trump sagður hafa fylgst með í sjónvarpi og sendi hann út tíst þar sem hann gagnrýndi Pence frekar. Margir óeirðarseggir kyrjuðu hástöfum: „Hengjum Mike Pence“ þegar þeir ruddu sér leið inn í þinghúsið. Á myndböndum sem tekin voru skömmu eftir tíst Trumps um Pence mátti heyra fólk nefna hann sérstaklega og vera að leita að honum. Margir leituðu einnig að Pelosi. Sjá einnig: Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Þingmenn virðast telja að ekki nái að klára kæruferlið gegn Trump áður en Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. AP fréttaveitan segir þó að þingmenn séu margir þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að kæra hann og ná því í gegnum þingið, til að tryggja að hann geti ekki boðið sig aftur fram til embættis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. 11. janúar 2021 00:50 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51
Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. 11. janúar 2021 00:50
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01
Pence verður viðstaddur embættistöku Biden Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina. 10. janúar 2021 11:15
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11