Ofríki, fáræði, auðræði eða lýðræði? Kristinn Már Ársælsson skrifar 11. janúar 2021 08:01 Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun