Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2021 00:50 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins. Getty/Drew Angerer Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. Pelosi sagði Trump vera ógn við lýðræðið í kjölfar árásarinnar á þinghúsið á miðvikudag og kallaði eftir því að þingið myndi afgreiða málið með skjótum hætti. Hún greindi frá því að fulltrúadeildin myndi fyrst reyna að þvinga Pence varaforseta og ráðherra Trumps til að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og víkja Trump þannig úr embætti. Verði ekki af því muni atkvæðagreiðsla um ákæru fara fram á þinginu á þriðjudag. Miklar líkur eru á því að Repúblikanar muni koma í veg tilraun Demókrata til þess að virkja 25. viðaukann. Pelosi sagði í gær að nauðsynlegt væri þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Andstaða við Trump eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana hafa nú talað fyrir því að Trump segi af sér áður en embættistaka Joe Biden fer fram þann 20. janúar næstkomandi. Öldungardeildaþingmennirnir Pat Toomey frá Pennsylvaníu og Lisa Murkowski frá Alaska kölluðu í dag eftir því að Trump myndi láta af embætti og „fara eins fljótt og mögulegt er.“ Toomey hefur gefið út að hann telji að Trump hafi framið embættisbrot en að ekki sé nægur tími til að klára ákæruferlið. Þá sagðist hann ekki vera bjartsýnn á að Trump myndi stíga til hliðar áður en kjörtímabili hans lýkur eftir níu daga. Auk þeirra tveggja hefur Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Missouri sagt að forsetinn ætti að fara „mjög varlega“ á síðustu dögum hans í embætti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Pelosi sagði Trump vera ógn við lýðræðið í kjölfar árásarinnar á þinghúsið á miðvikudag og kallaði eftir því að þingið myndi afgreiða málið með skjótum hætti. Hún greindi frá því að fulltrúadeildin myndi fyrst reyna að þvinga Pence varaforseta og ráðherra Trumps til að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og víkja Trump þannig úr embætti. Verði ekki af því muni atkvæðagreiðsla um ákæru fara fram á þinginu á þriðjudag. Miklar líkur eru á því að Repúblikanar muni koma í veg tilraun Demókrata til þess að virkja 25. viðaukann. Pelosi sagði í gær að nauðsynlegt væri þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Andstaða við Trump eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana hafa nú talað fyrir því að Trump segi af sér áður en embættistaka Joe Biden fer fram þann 20. janúar næstkomandi. Öldungardeildaþingmennirnir Pat Toomey frá Pennsylvaníu og Lisa Murkowski frá Alaska kölluðu í dag eftir því að Trump myndi láta af embætti og „fara eins fljótt og mögulegt er.“ Toomey hefur gefið út að hann telji að Trump hafi framið embættisbrot en að ekki sé nægur tími til að klára ákæruferlið. Þá sagðist hann ekki vera bjartsýnn á að Trump myndi stíga til hliðar áður en kjörtímabili hans lýkur eftir níu daga. Auk þeirra tveggja hefur Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Missouri sagt að forsetinn ætti að fara „mjög varlega“ á síðustu dögum hans í embætti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38
Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03