Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn voru einnig kallaðir út. Þetta staðfesta Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar, og Ásgeir Erlendsson, hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu.
Konan var á göngu efst á kambinum ásamt göngufélaga þegar hún slasaðist. Hún er að sögn Davíðs slösuð á fæti og gat því ekki gengið sjálf niður fjallið.
Þyrlusveitin var enn úti á flugvelli þegar útkallið barst eftir að hún hafði sinnt öðru útkalli, þar sem tvær göngukonur slösuðust á Móskarðshnúkum og voru fluttar á Landspítala. Þyrlusveitin fór því strax af stað að Kerhólakambi.
Aðstæður á Móskarðshnúkum voru svipaðar og á Kerhólakambi. Björgunarfólk þurfti að vera mjög vel búið þar sem mikill klaki og hálka var í fjallinu.