Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2021 12:28 Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“ Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“
Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30