Strengur orðinn meirihlutaeigandi í Skeljungi Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 11:20 Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Vísir/Vilhelm Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands. Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði.
Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23
Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40