Lélegt skyggni, hættuleg akstursskilyrði og hviður yfir 45 m/s Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 07:16 Vindaspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland sem taka gildi í nótt og standa fram á annað kvöld. Varað er við norðvestan stormi og hríð og verður ekkert ferðaveður í þessum landshlutum að því er segir í viðvörunum Veðurstofunnar. Á Norðurlandi eystra tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir til klukkan fjögur síðdegis á morgun. Varað er við norðvestan stormi eða roki og hríð, lélegu skyggni og hættulegum aktursskilyrðum. Á Austurlandi að Glettingi er viðvörunin sambærileg við þá sem gildir á Norðurlandi eystra fyrir utan að hún tekur gildi klukkan fjögur í nótt og gildir til klukkan 18 annað kvöld. Á Austfjörðum er varað við norðvestan roki eða ofsaveðri þar sem hviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Ekkert ferðaveður verður heldur í þessum landshluta. Viðvörun fyrir Austfirði tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið og gildir til klukkan 20 annað kvöld. Á Suðausturlandi er varað við stormi eða roki þar sem vindviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu, einkum austan Öræfa. Þar verður ekkert ferðaveður heldur og er nauðsynlegt að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Í dag verður hins vegar skaplegra veður. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði suðvestan og vestan tíu til átjan metrar á sekúndu og rigning fyrri part dags en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti eitt til sex stig. „Það verður úrkomuminna eftir hádegi, en síðdegis og í kvöld snýst í vaxandi norðlæga átt með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Það hvessir í nótt, og í fyrramálið er útlit fyrir norðvestan storm eða rok á austanverðu landinu, og auk þess verður hríðarveður á Norðausturlandi. Í svona veðri skapast afar varasöm akstursskilyrði, og eru viðvaranir í gildi á þessum slóðum. Á vestanverðu landinu verður hins vegar talsvert hægari vindur og dálítill éljagangur. Frost 2 til 10 stig. Eftir hádegi á morgun fer að draga úr vindinum, og það styttir upp um landið norðanvert. Annað kvöld verður víða hægviðri, en allhvöss eða hvöss norðvestanátt austast á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið A-lands. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr úrkomu eftir hádegi, en snýst í vaxandi norðlæga átt síðdegis og í kvöld með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Norðvestan 20-28 m/s í fyrramálið, en hægari vindur um landið V-vert. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él V-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 10 stig. Dregur úr vindi eftir hádegi og styttir upp um landið N-vert. Víða hægviðri annað kvöld, en norðvestan 13-20 A-til. Á laugardag: Norðvestan 20-28 m/s, en mun hægari vindur á V-verðu landinu. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él SV-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 12 stig. Dregur úr vindi og styttir víða upp eftir hádegi. Hæg breytileg átt um kvöldið, en norðvestan 13-20 A-lands. Á sunnudag: Norðlæg átt 5-13 og léttskýjað um landið S- og V-vert, en norðvestan 13-20 og dálítil él NA-til. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt 5-10 og bjart veður, en skýjað um landið N-vert og él við A-ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á þriðjudag og miðvikudag: Ákveðin austlæg átt og skýjað, en hægari vindur og léttir til um landið N-vert. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við S-ströndina. Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Varað er við norðvestan stormi og hríð og verður ekkert ferðaveður í þessum landshlutum að því er segir í viðvörunum Veðurstofunnar. Á Norðurlandi eystra tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir til klukkan fjögur síðdegis á morgun. Varað er við norðvestan stormi eða roki og hríð, lélegu skyggni og hættulegum aktursskilyrðum. Á Austurlandi að Glettingi er viðvörunin sambærileg við þá sem gildir á Norðurlandi eystra fyrir utan að hún tekur gildi klukkan fjögur í nótt og gildir til klukkan 18 annað kvöld. Á Austfjörðum er varað við norðvestan roki eða ofsaveðri þar sem hviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Ekkert ferðaveður verður heldur í þessum landshluta. Viðvörun fyrir Austfirði tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið og gildir til klukkan 20 annað kvöld. Á Suðausturlandi er varað við stormi eða roki þar sem vindviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu, einkum austan Öræfa. Þar verður ekkert ferðaveður heldur og er nauðsynlegt að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Í dag verður hins vegar skaplegra veður. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði suðvestan og vestan tíu til átjan metrar á sekúndu og rigning fyrri part dags en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti eitt til sex stig. „Það verður úrkomuminna eftir hádegi, en síðdegis og í kvöld snýst í vaxandi norðlæga átt með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Það hvessir í nótt, og í fyrramálið er útlit fyrir norðvestan storm eða rok á austanverðu landinu, og auk þess verður hríðarveður á Norðausturlandi. Í svona veðri skapast afar varasöm akstursskilyrði, og eru viðvaranir í gildi á þessum slóðum. Á vestanverðu landinu verður hins vegar talsvert hægari vindur og dálítill éljagangur. Frost 2 til 10 stig. Eftir hádegi á morgun fer að draga úr vindinum, og það styttir upp um landið norðanvert. Annað kvöld verður víða hægviðri, en allhvöss eða hvöss norðvestanátt austast á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið A-lands. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr úrkomu eftir hádegi, en snýst í vaxandi norðlæga átt síðdegis og í kvöld með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Norðvestan 20-28 m/s í fyrramálið, en hægari vindur um landið V-vert. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él V-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 10 stig. Dregur úr vindi eftir hádegi og styttir upp um landið N-vert. Víða hægviðri annað kvöld, en norðvestan 13-20 A-til. Á laugardag: Norðvestan 20-28 m/s, en mun hægari vindur á V-verðu landinu. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él SV-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 12 stig. Dregur úr vindi og styttir víða upp eftir hádegi. Hæg breytileg átt um kvöldið, en norðvestan 13-20 A-lands. Á sunnudag: Norðlæg átt 5-13 og léttskýjað um landið S- og V-vert, en norðvestan 13-20 og dálítil él NA-til. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt 5-10 og bjart veður, en skýjað um landið N-vert og él við A-ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á þriðjudag og miðvikudag: Ákveðin austlæg átt og skýjað, en hægari vindur og léttir til um landið N-vert. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við S-ströndina.
Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira