Börn fengið greiðslur frá útlöndum fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 20:01 Hrefna Sigurjónsdóttir hjá Heimili og skóla hvetur foreldra til árverkni. VÍSIR/EGILL AÐALSTEINSSON Tvær tilkynningar bárust ábendingalínu Barnaheilla í desember um að erlendir aðilar hafi greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Framkvæmdastjóri heimilis- og skóla segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir þessari þróun. Í gær sögðum við frá því að hátt í tíu mál hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um svokölluð greiðsluöpp í símanum. „Við höfum því mikið heyrt af þessari þróun að þetta sé eitthvað sem sé að færast í aukana og það hefur gerst bara um allan heim að svona vandamál tengd netinu hafa færst í aukana,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Samkvæmt upplýsingum frá ábendingalínu Barnaheilla bárust tvær tilkynning um slík mál í gegn um ábendingalínuna í desember. Í þeim málum var um erlenda aðila að ræða og greiðslurnar bárust í gegn um síðurnar Paypal og Webmoney. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að greiðslunar í málunum á borði lögreglu hafi borist í gegn um appið Aur. „Það eru ýmsar leiðir. Að vissu leyti má segja að það sé ákveðin kostur ef þú ert með þetta svona rafrænt að þú getur séð hvað kemur þarna inn og hvað fer út. Þannig að foreldrar geta fylgst með því en að sama skapi ertu líka að opna á leið til að greiða börnum,“ segir Hrefna. Foreldrar þurfi alltaf að spurja sig hvaða dyr þeir eru að opna út í heim þegar börn fá nýja tækni í hendurnar. Þá þurfi þeir að spurja sig hvort börnin hafi þroska til að höndla slík forrit. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir og við þurfum að eiga samtal við börnin okkar um hvað þau eru að gera og ekki bara þegar eitthvað kemur upp heldur reglulega ræða við börnin,“ segir Hrefna. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í gær sögðum við frá því að hátt í tíu mál hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um svokölluð greiðsluöpp í símanum. „Við höfum því mikið heyrt af þessari þróun að þetta sé eitthvað sem sé að færast í aukana og það hefur gerst bara um allan heim að svona vandamál tengd netinu hafa færst í aukana,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Samkvæmt upplýsingum frá ábendingalínu Barnaheilla bárust tvær tilkynning um slík mál í gegn um ábendingalínuna í desember. Í þeim málum var um erlenda aðila að ræða og greiðslurnar bárust í gegn um síðurnar Paypal og Webmoney. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að greiðslunar í málunum á borði lögreglu hafi borist í gegn um appið Aur. „Það eru ýmsar leiðir. Að vissu leyti má segja að það sé ákveðin kostur ef þú ert með þetta svona rafrænt að þú getur séð hvað kemur þarna inn og hvað fer út. Þannig að foreldrar geta fylgst með því en að sama skapi ertu líka að opna á leið til að greiða börnum,“ segir Hrefna. Foreldrar þurfi alltaf að spurja sig hvaða dyr þeir eru að opna út í heim þegar börn fá nýja tækni í hendurnar. Þá þurfi þeir að spurja sig hvort börnin hafi þroska til að höndla slík forrit. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir og við þurfum að eiga samtal við börnin okkar um hvað þau eru að gera og ekki bara þegar eitthvað kemur upp heldur reglulega ræða við börnin,“ segir Hrefna.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01