Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Jón Þór Þorvaldsson skrifar 7. janúar 2021 15:00 Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. Við uppsögn flugmannanna gaf framkvæmdastjóri Bláfugls út þá yfirlýsingu að hér eftir yrðu einungis „sjálfstætt starfandi flugmenn” starfandi hjá Bláfugli, en með því er í raun átt við gerviverktöku og félagsleg undirboð. Kjaraviðræður hafa átt sér stað milli Bláfugls og FÍA undanfarna mánuði en fyrr á árinu hafði kjarasamningur flugmanna verið framlengdur vegna Covid-19. Gangur í viðræðunum var góður og komu uppsagnir bæði flugmönnum og FÍA verulega á óvart þar sem Bláfugl, sem eingöngu flýgur með frakt, hefur hagnast vel í heimsfaraldrinum. Styðja SA uppsagnir vegna stéttarfélagsaðildar? Með uppsögninni er brotið gróflega gegn ákvæðum kjarasamnings sem er í gildi og er undirritaður af báðum aðilum. Samtök atvinnulífsins hafa setið í samninganefnd við FÍA fyrir hönd Bláfugls og virðast styðja aðgerðir félagsins. Afstaða samtakanna kemur verulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Er það virkilega svo að SA samþykki þau vinnubrögð fyrirtækja að segja upp fólki vegna stéttarfélagsaðildar? FÍA kallar eftir því að Samtök atvinnulífsins beiti sér gegn aðgerðum Bláfugls og stuðli að því að uppsagnir flugmanna verði tafarlaust dregnar til baka. Gerviverktaka er ógn við flugöryggi Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki lagaleg skilyrði fyrir verktöku. Verktaki sem býr við lítið sem ekkert starfsöryggi og nýtur engra félagslegra réttinda starfar undir ægivaldi verkkaupa. Hann á hvorki orlofs- né veikindarétt og stendur því uppi án greiðslna tilkynni hann sig veikan eða óhæfan til vinnu af öðrum sökum. Rannsóknir sýna auk þess ítrekað að gerviverktaka og félagsleg undirboð eru alvarleg ógn við flugöryggi, en þar fljúga flugmenn jafnvel örþreyttir eða veikir af ótta við atvinnumissi og eða refsingar. Bláfugl hefur notast við starfsmannaleigu sem heitir Confair Consultancy BV. Starfsmannaleiga sem er ekki, og hefur aldrei verið, skráð hjá Vinnumálastofnun eins og lög gera ráð fyrir, þrátt fyrir fullyrðingar Bláfugls um annað. Slíkt er gert til að komast hjá því að greiða skatta og launatengd gjöld, en einnig til að eiga auðveldara um vik með félagsleg undirboð sem vitaskuld eru ólögleg. Eru dagar baráttu launafólks taldir? Ef slík framkoma gegn launafólki og löglegum stéttarfélögum, eins og er að eiga sér stað gagnvart flugmönnum Bláfugls, er látin viðgangast er ljóst að dagar baráttu launafólks hér á landi eru taldir. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem gæta eiga hagsmuna fólksins við þessum ráðstöfunum. F.h. stjórnar FÍA Jón Þór Þorvaldsson Höfundur er formaður FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. Við uppsögn flugmannanna gaf framkvæmdastjóri Bláfugls út þá yfirlýsingu að hér eftir yrðu einungis „sjálfstætt starfandi flugmenn” starfandi hjá Bláfugli, en með því er í raun átt við gerviverktöku og félagsleg undirboð. Kjaraviðræður hafa átt sér stað milli Bláfugls og FÍA undanfarna mánuði en fyrr á árinu hafði kjarasamningur flugmanna verið framlengdur vegna Covid-19. Gangur í viðræðunum var góður og komu uppsagnir bæði flugmönnum og FÍA verulega á óvart þar sem Bláfugl, sem eingöngu flýgur með frakt, hefur hagnast vel í heimsfaraldrinum. Styðja SA uppsagnir vegna stéttarfélagsaðildar? Með uppsögninni er brotið gróflega gegn ákvæðum kjarasamnings sem er í gildi og er undirritaður af báðum aðilum. Samtök atvinnulífsins hafa setið í samninganefnd við FÍA fyrir hönd Bláfugls og virðast styðja aðgerðir félagsins. Afstaða samtakanna kemur verulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Er það virkilega svo að SA samþykki þau vinnubrögð fyrirtækja að segja upp fólki vegna stéttarfélagsaðildar? FÍA kallar eftir því að Samtök atvinnulífsins beiti sér gegn aðgerðum Bláfugls og stuðli að því að uppsagnir flugmanna verði tafarlaust dregnar til baka. Gerviverktaka er ógn við flugöryggi Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki lagaleg skilyrði fyrir verktöku. Verktaki sem býr við lítið sem ekkert starfsöryggi og nýtur engra félagslegra réttinda starfar undir ægivaldi verkkaupa. Hann á hvorki orlofs- né veikindarétt og stendur því uppi án greiðslna tilkynni hann sig veikan eða óhæfan til vinnu af öðrum sökum. Rannsóknir sýna auk þess ítrekað að gerviverktaka og félagsleg undirboð eru alvarleg ógn við flugöryggi, en þar fljúga flugmenn jafnvel örþreyttir eða veikir af ótta við atvinnumissi og eða refsingar. Bláfugl hefur notast við starfsmannaleigu sem heitir Confair Consultancy BV. Starfsmannaleiga sem er ekki, og hefur aldrei verið, skráð hjá Vinnumálastofnun eins og lög gera ráð fyrir, þrátt fyrir fullyrðingar Bláfugls um annað. Slíkt er gert til að komast hjá því að greiða skatta og launatengd gjöld, en einnig til að eiga auðveldara um vik með félagsleg undirboð sem vitaskuld eru ólögleg. Eru dagar baráttu launafólks taldir? Ef slík framkoma gegn launafólki og löglegum stéttarfélögum, eins og er að eiga sér stað gagnvart flugmönnum Bláfugls, er látin viðgangast er ljóst að dagar baráttu launafólks hér á landi eru taldir. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem gæta eiga hagsmuna fólksins við þessum ráðstöfunum. F.h. stjórnar FÍA Jón Þór Þorvaldsson Höfundur er formaður FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun