Handbolti

Arna Sif barnshafandi

Sindri Sverrisson skrifar
Arna Sif Pálsdóttir þarf að taka sér hlé frá handboltanum.
Arna Sif Pálsdóttir þarf að taka sér hlé frá handboltanum. vísir/bára

Landsliðskonan þrautreynda Arna Sif Pálsdóttir verður ekki með Val þegar, já eða ef, tímabilið í Olís-deildinni í handbolta heldur áfram.

Arna Sif er barnshafandi en frá þessu er greint á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Vals. Þar er bent á að missir liðsins vegna Örnu Sifjar, sem er lykilleikmaður, sé mikill. Við það bætist svo að tveir línumenn til viðbótar spila ekki meira á leiktíðinn. Ragnheiður Sveinsdóttir er meidd í hné og Hildur Björnsdóttir er ólétt líkt og Arna.

Arna Sif er næstleikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 150 leiki en hún hefur skorað í þeim 282 mörk. Hún kom til Vals frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en er uppalin hjá HK. Arna, sem er 33 ára, lék í atvinnumennsku í Danmörku, Frakklandi og Ungverjalandi.

Valur vann tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Olís-deildinni í haust áður en keppnisíþróttir voru stöðvaðar á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins. Enn er óljóst hvort keppni verður leyfð á ný þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×