Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 07:01 Börnin hafa fengið á bilinu fimm til tíu þúsund krónur greiddar fyrir myndirnar í gegn um öpp á borð við Aur. Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira