Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 07:01 Börnin hafa fengið á bilinu fimm til tíu þúsund krónur greiddar fyrir myndirnar í gegn um öpp á borð við Aur. Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira