Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2021 08:15 Ellefu ára og yngri fá nú frítt í Strætó, fæðingarorlof hefur verið lengt í tólf mánuði, sorphirðugjöld hækkuðu talsvert í Reykjavík, tíkallar bættust við sundferðina og áfengisgjald hækkaði um 2,5 prósent - allt um nýliðin áramót. Vísir/vilhelm/hjalti Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. Hér verður stiklað á stóru um helstu breytingar sem fylgdu áramótunum 2020-2021. Tíkallar bætast við sund og Húsdýragarðinn Einstök gjöld í sundlaugum Reykjavíkur hækka á bilinu 2,2 til 3,2 prósent árið 2021. Stakt gjald fyrir börn hækkar úr 160 krónum í 165 og stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.030 krónum í 1.060 krónur. Þá mun tíu miða kort fyrir fullorðna kosta 4.870 krónur á nýju ári en kostaði 4.750 í fyrra og tuttugu miða kort hækkar úr 8.700 krónum í 8.900 krónur. Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar einnig lítillega um áramótin. Börn þurfa nú að greiða 720 krónur í stað 700 áður og gjald fyrir fullorðna hækkar úr 920 krónum í 940 krónur. Þá er nær alveg flöt 2,4 prósent hækkun á gjaldskrá í leikskólum, bæði náms- og fæðisgjaldi, sem og vetrarstarfi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Nú þurfa fullorðnir að reiða fram 720 krónur fyrir aðgang að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, tuttugu krónum meira en í fyrra.Vísir/Vilhelm Allt að 123 prósent hækkun á sorphirðugjaldi Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka talsvert á nýju ári. Þannig hækkar sorphirðugjald fyrir blandað sorp úr 240 lítra tunnu um 21,8 prósent milli ára, úr 23.900 krónum á ári í 29.100. Mest er hækkunin í sorphirðu á pappír og plasti; þar hækkar verð á bilinu 18 til 123 prósent. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hækka sorphirðugjöldin vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Engar verðhækkanir eru hins vegar fyrirhugaðar hjá Bílastæðasjóði og stöðugjöld í Reykjavík haldast því óbreytt árið 2021. Hér má nálgast gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og útlistun á öllum gjaldskrárbreytingum fyrir árið. Bensín- og áfengisgjöld hækka Vísir fór yfir skattabreytingar sem tóku gildi um áramótin á nýársdag. Á meðal helstu breytinga eru 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breyting á frítekjumarki og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Þá hækka krónutölugjöld um 2,5 prósent, þar á meðal almennt vörugjald á bensíni, auk áfengis- og tóbaksgjöld. Útlistun á umræddum gjöldum má sjá í töflunni hér fyrir neðan sem fengin er frá fjármálaráðuneytinu. Frítt fyrir ellefu ára og yngri í Strætó en aðeins dýrara fyrir aðra Breytingar á leiðakerfi og gjaldskrá Strætó tóku gildi nú um áramótin. Frá og með 3. janúar fá börn ellefu ára og yngri frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að Klapp, nýtt greiðslukerfi Strætó, verði tekið í notkun í apríl. Gjaldskrá Strætó hækkar að öðru leyti að meðaltali um 2,6 prósent og fylgir almennu verðlagi. Almennt fjargjald hækkar um tíu krónur og er nú orðið 490 krónur. Gjald fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja hækkar um fimm krónur og er nú 245 krónur. Hér má nálgast frekari upplýsingar um breytingar á gjaldskrá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, sem og breytingar á leiðakerfi. Ódýrara að kíkja á heilsugæsluna Gjald fyrir leghálsstrok lækkaði úr 4.818 krónum í 500 krónur nú um áramótin þegar heilsugæsla um allt land tók við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þá lækkuðu almenn komugjöld á heilsugæslu úr 700 krónum í 500 krónur. Sem fyrr greiða börn, örykjar og aldraðir ekkert komugjald. Einnig verður fellt niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Frekari útlistun á breytingum hjá heilsugæslunni á nýju ári má nálgast hér. Pósturinn hækkaði m.a. verð á bréfasendingum innanlands nú um áramótin.Vísir/vilhelm Verðhækkun hjá Póstinum Íslandspóstur boðar einnig breytingar á nýju ári. Verð á bréfasendingum innanlands hækkaði um 15 prósent um áramótin, sem rakin er til þess að bréfasendingum hefur fækkað talsvert undanfarin ár. Þá hækkuðu gjöld á birtingaþjónustu bréfa innanlands um tíu prósent. Um áramótin var einnig innleidd sú breyting að ekki má lengur senda vörur í almennum bréfum til útlanda, hvorki venjulegum bréfapósti eða sem rúmfrekt bréf. Þetta mun fela í sér aukinn kostnað í einhverjum tilfellum, segir í tilkynningu Íslandspósts. Þá tók ný verðskrá hleðslunets ON fyrir rafbíla gildi um áramótin. Hætt verður að innheimta mínútugjald á 50kW og 150 kW hraðhleðslustöðvum ON og aðeins verður greitt fyrir kílóvattstundir. Síðar á árinu 2021 verður sett tafagjald á bíla sem eru enn tengdir við hraðhleðslustöð eftir að hleðslu er lokið. Áfram verður innheimt lágt tímagjald á 22 kW hleðslum, eða 0,5 kr á mín. 40% afsláttur af hleðsluneti ON sem fyrirtækið hefur boðið viðskiptavinum sem kaupa jafnframt rafmagn til heimilisins verður lækkaður í 20%. Á móti kemur að viðskiptavinum ON sem nýta hleðslunet félagsins fá 10% afslátt af heimilisrafmagni. Verðskrá ON verður því eftirfarandi frá 1. janúar: 50kW DC: 50 kr. kWst. Viðskiptavinir ON greiða: 40 kr. 150 kW DC: 65 kr. kWst. Viðskiptavinir ON greiða: 52 kr. Verð á AC hleðslustöðvar verður: 22 kW AC 25 kr. kWst og 0,5 kr. gjald á mínútu. Lengra fæðingarorlof og styttri vinnuvika En það eru ekki aðeins gjaldskrárbreytingar sem taka gildi um áramótin. Ein af stærstu breytingunum er lengra fæðingarorlof frá og með 1. janúar, úr tíu mánuðum í tólf mánuði. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verður sex mánuðir en foreldrum verður heimilt að framselja sex vikur sín á milli, og því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í allt að sjö og hálfan mánuð en hitt í fjóra og hálfan. Frumvarpið má finna í heild hér. Stytting vinnuvikunnar tók jafnframt gildi víða nú um áramótin. Þannig styttist vinnuvikan hjá fjölda dagvinnufólks hjá hinu opinbera úr 40 stundum á viku í 36 stundir. Styttingin nær til félagsmanna BSRB, BHM, Félags leikskólakennara og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem flestir starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Stytting vinnuviku hjá vaktavinnufólki tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 1. maí. Hér má nálgast frekari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar. Plastpokar bannaðir alls staðar Þá tók útvíkkað plastpokabann gildi um áramótin en afhending plastburðarpoka, með eða án endurgjalds, er nú bönnuð í öllum verslunum. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Nú má ekki afhenda plastpoka í verslunum landsins, hvort sem það er með eða án endurgjalds.Vísir/Vilhelm Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september 2019 og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Þá er hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarnar frá og með áramótum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Því verður nú hægt að fá „pilluna“ og „lykkjuna“ svokölluðu hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, auk annarra getnaðarvarna í ATC-flokkum G02B og G03A, samkvæmt sérlyfjaskrá. Munið þið eftir öðrum breytingum sem tóku gildi um áramótin? Sendið línu á kro@stod2.is. Áramót Efnahagsmál Neytendur Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hér verður stiklað á stóru um helstu breytingar sem fylgdu áramótunum 2020-2021. Tíkallar bætast við sund og Húsdýragarðinn Einstök gjöld í sundlaugum Reykjavíkur hækka á bilinu 2,2 til 3,2 prósent árið 2021. Stakt gjald fyrir börn hækkar úr 160 krónum í 165 og stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.030 krónum í 1.060 krónur. Þá mun tíu miða kort fyrir fullorðna kosta 4.870 krónur á nýju ári en kostaði 4.750 í fyrra og tuttugu miða kort hækkar úr 8.700 krónum í 8.900 krónur. Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar einnig lítillega um áramótin. Börn þurfa nú að greiða 720 krónur í stað 700 áður og gjald fyrir fullorðna hækkar úr 920 krónum í 940 krónur. Þá er nær alveg flöt 2,4 prósent hækkun á gjaldskrá í leikskólum, bæði náms- og fæðisgjaldi, sem og vetrarstarfi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Nú þurfa fullorðnir að reiða fram 720 krónur fyrir aðgang að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, tuttugu krónum meira en í fyrra.Vísir/Vilhelm Allt að 123 prósent hækkun á sorphirðugjaldi Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka talsvert á nýju ári. Þannig hækkar sorphirðugjald fyrir blandað sorp úr 240 lítra tunnu um 21,8 prósent milli ára, úr 23.900 krónum á ári í 29.100. Mest er hækkunin í sorphirðu á pappír og plasti; þar hækkar verð á bilinu 18 til 123 prósent. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hækka sorphirðugjöldin vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Engar verðhækkanir eru hins vegar fyrirhugaðar hjá Bílastæðasjóði og stöðugjöld í Reykjavík haldast því óbreytt árið 2021. Hér má nálgast gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og útlistun á öllum gjaldskrárbreytingum fyrir árið. Bensín- og áfengisgjöld hækka Vísir fór yfir skattabreytingar sem tóku gildi um áramótin á nýársdag. Á meðal helstu breytinga eru 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breyting á frítekjumarki og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Þá hækka krónutölugjöld um 2,5 prósent, þar á meðal almennt vörugjald á bensíni, auk áfengis- og tóbaksgjöld. Útlistun á umræddum gjöldum má sjá í töflunni hér fyrir neðan sem fengin er frá fjármálaráðuneytinu. Frítt fyrir ellefu ára og yngri í Strætó en aðeins dýrara fyrir aðra Breytingar á leiðakerfi og gjaldskrá Strætó tóku gildi nú um áramótin. Frá og með 3. janúar fá börn ellefu ára og yngri frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að Klapp, nýtt greiðslukerfi Strætó, verði tekið í notkun í apríl. Gjaldskrá Strætó hækkar að öðru leyti að meðaltali um 2,6 prósent og fylgir almennu verðlagi. Almennt fjargjald hækkar um tíu krónur og er nú orðið 490 krónur. Gjald fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja hækkar um fimm krónur og er nú 245 krónur. Hér má nálgast frekari upplýsingar um breytingar á gjaldskrá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, sem og breytingar á leiðakerfi. Ódýrara að kíkja á heilsugæsluna Gjald fyrir leghálsstrok lækkaði úr 4.818 krónum í 500 krónur nú um áramótin þegar heilsugæsla um allt land tók við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þá lækkuðu almenn komugjöld á heilsugæslu úr 700 krónum í 500 krónur. Sem fyrr greiða börn, örykjar og aldraðir ekkert komugjald. Einnig verður fellt niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Frekari útlistun á breytingum hjá heilsugæslunni á nýju ári má nálgast hér. Pósturinn hækkaði m.a. verð á bréfasendingum innanlands nú um áramótin.Vísir/vilhelm Verðhækkun hjá Póstinum Íslandspóstur boðar einnig breytingar á nýju ári. Verð á bréfasendingum innanlands hækkaði um 15 prósent um áramótin, sem rakin er til þess að bréfasendingum hefur fækkað talsvert undanfarin ár. Þá hækkuðu gjöld á birtingaþjónustu bréfa innanlands um tíu prósent. Um áramótin var einnig innleidd sú breyting að ekki má lengur senda vörur í almennum bréfum til útlanda, hvorki venjulegum bréfapósti eða sem rúmfrekt bréf. Þetta mun fela í sér aukinn kostnað í einhverjum tilfellum, segir í tilkynningu Íslandspósts. Þá tók ný verðskrá hleðslunets ON fyrir rafbíla gildi um áramótin. Hætt verður að innheimta mínútugjald á 50kW og 150 kW hraðhleðslustöðvum ON og aðeins verður greitt fyrir kílóvattstundir. Síðar á árinu 2021 verður sett tafagjald á bíla sem eru enn tengdir við hraðhleðslustöð eftir að hleðslu er lokið. Áfram verður innheimt lágt tímagjald á 22 kW hleðslum, eða 0,5 kr á mín. 40% afsláttur af hleðsluneti ON sem fyrirtækið hefur boðið viðskiptavinum sem kaupa jafnframt rafmagn til heimilisins verður lækkaður í 20%. Á móti kemur að viðskiptavinum ON sem nýta hleðslunet félagsins fá 10% afslátt af heimilisrafmagni. Verðskrá ON verður því eftirfarandi frá 1. janúar: 50kW DC: 50 kr. kWst. Viðskiptavinir ON greiða: 40 kr. 150 kW DC: 65 kr. kWst. Viðskiptavinir ON greiða: 52 kr. Verð á AC hleðslustöðvar verður: 22 kW AC 25 kr. kWst og 0,5 kr. gjald á mínútu. Lengra fæðingarorlof og styttri vinnuvika En það eru ekki aðeins gjaldskrárbreytingar sem taka gildi um áramótin. Ein af stærstu breytingunum er lengra fæðingarorlof frá og með 1. janúar, úr tíu mánuðum í tólf mánuði. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verður sex mánuðir en foreldrum verður heimilt að framselja sex vikur sín á milli, og því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í allt að sjö og hálfan mánuð en hitt í fjóra og hálfan. Frumvarpið má finna í heild hér. Stytting vinnuvikunnar tók jafnframt gildi víða nú um áramótin. Þannig styttist vinnuvikan hjá fjölda dagvinnufólks hjá hinu opinbera úr 40 stundum á viku í 36 stundir. Styttingin nær til félagsmanna BSRB, BHM, Félags leikskólakennara og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem flestir starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Stytting vinnuviku hjá vaktavinnufólki tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 1. maí. Hér má nálgast frekari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar. Plastpokar bannaðir alls staðar Þá tók útvíkkað plastpokabann gildi um áramótin en afhending plastburðarpoka, með eða án endurgjalds, er nú bönnuð í öllum verslunum. Bannið tekur jafnt til þunnu, glæru grænmetispokanna og innkaupaburðarpokanna, en nær ekki yfir plastpoka sem eru seldir í rúllum í hillum verslana. Um leið tók sú breyting gildi að allir einnota burðarpokar úr öðrum efniviði eru nú gjaldskyldir. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðrar tegundir burðarpoka. Nú má ekki afhenda plastpoka í verslunum landsins, hvort sem það er með eða án endurgjalds.Vísir/Vilhelm Plastpokabannið er í samræmi við lög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Fyrsti áfangi þeirra tók gildi í september 2019 og fól í sér að söluaðilum var gert óheimilt að afhenda einnota plastpoka að endurgjaldslausu. Þá er hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarnar frá og með áramótum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Því verður nú hægt að fá „pilluna“ og „lykkjuna“ svokölluðu hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, auk annarra getnaðarvarna í ATC-flokkum G02B og G03A, samkvæmt sérlyfjaskrá. Munið þið eftir öðrum breytingum sem tóku gildi um áramótin? Sendið línu á kro@stod2.is.
Áramót Efnahagsmál Neytendur Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira