Afar mjótt á munum í aukakosningunum í Georgíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 03:04 Kosið í Dunbar-hverfismiðstöðinni í Atlanta. epa/Tannen Maury Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í aukakosningunum sem fram fóru í Georgíu í dag. Í húfi eru tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríska þingsins. Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira