Bílastæðasjóður endurgreiðir þrettán milljónir vegna oftekinna gjalda Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 12:27 Ljósmyndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun endurgreiða bifreiðareigendum oftekin gjöld sem innheimt voru vegna tiltekinna stöðubrota á tímabilinu 1. janúar til 24. september á síðasta ári. Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend
Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira