Viðspyrna okkar allra 2021 Þórir Garðarsson skrifar 5. janúar 2021 10:00 Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun