Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:26 Úrslit kosninganna í Georgíu munu koma til með að skipta miklu máli fyrir Joe Biden. Chip Somodevilla/Getty Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira
Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Sjá meira
Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01