Ætlað að efla netöryggissveitina í skugga aukinna netárása Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2021 16:13 Guðmundur mun leiða CERT-IS sem er hluti af Póst- og fjarskiptastofnun. Vísir/Samsett Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS og kemur til með að leiða starfsemi sveitarinnar og áframhaldandi uppbyggingu hennar. Mun Guðmundur einnig bera ábyrgð á samskiptum við hagaðila, fjölmiðla og alþjóðleg CERT-teymi. Frá þessu er greint á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) en Netöryggissveitin CERT-IS er sjálfstæð eining innan PFS. Hefur sveitin hefur það hlutverk að greina og upplýsa um netógnir, viðhafa ástandsvitund og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir áramót að búið sé að fjölga starfsmönnum í sveitinni og að til standi að stórefla hana á næstu árum. Netárásum á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir hefur farið fjölgandi og lýsti CERT-IS yfir óvissustigi fjarskiptageirans í fyrsta sinn hér á landi í september síðastliðnum. Sú aðgerð kom til í kjölfar hótana og fágaðrar netárásar á íslenskt fyrirtæki. Guðmundur tekur til starfa í febrúar næstkomandi en fram kemur á vef PFS að hann sé með B.Sc próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá útskrifaðist hann árið 2008 með M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði, með sérhæfingu í net- og upplýsingaöryggi, frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Guðmundur hefur þrettán ára reynslu af störfum á fjarskiptamarkaði. Guðmundur starfaði fyrir Burðarnet og Farsímakjarna Vodafone til ársins 2013 og síðan sem deildarstjóri Netlausna Nýherja til 2017. Þá starfaði hann á árunum 2017-2019 sem svæðisstjóri fyrir net- og öryggisdeild 5G þróunarumhverfa fyrir Ericsson í Gautaborg ásamt því að sitja í global arkitektaráði netöryggismála fyrir sömu deild. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 2019 og hefur starfað síðan sem deildarstjóri Net- og Samskiptalausna Origo. Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Mun Guðmundur einnig bera ábyrgð á samskiptum við hagaðila, fjölmiðla og alþjóðleg CERT-teymi. Frá þessu er greint á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) en Netöryggissveitin CERT-IS er sjálfstæð eining innan PFS. Hefur sveitin hefur það hlutverk að greina og upplýsa um netógnir, viðhafa ástandsvitund og samræma viðbrögð við netatvikum í netumdæmi Íslands. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir áramót að búið sé að fjölga starfsmönnum í sveitinni og að til standi að stórefla hana á næstu árum. Netárásum á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir hefur farið fjölgandi og lýsti CERT-IS yfir óvissustigi fjarskiptageirans í fyrsta sinn hér á landi í september síðastliðnum. Sú aðgerð kom til í kjölfar hótana og fágaðrar netárásar á íslenskt fyrirtæki. Guðmundur tekur til starfa í febrúar næstkomandi en fram kemur á vef PFS að hann sé með B.Sc próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá útskrifaðist hann árið 2008 með M.Sc próf í fjarskiptaverkfræði, með sérhæfingu í net- og upplýsingaöryggi, frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Guðmundur hefur þrettán ára reynslu af störfum á fjarskiptamarkaði. Guðmundur starfaði fyrir Burðarnet og Farsímakjarna Vodafone til ársins 2013 og síðan sem deildarstjóri Netlausna Nýherja til 2017. Þá starfaði hann á árunum 2017-2019 sem svæðisstjóri fyrir net- og öryggisdeild 5G þróunarumhverfa fyrir Ericsson í Gautaborg ásamt því að sitja í global arkitektaráði netöryggismála fyrir sömu deild. Hann flutti aftur heim til Íslands árið 2019 og hefur starfað síðan sem deildarstjóri Net- og Samskiptalausna Origo.
Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira