„Það er búið að afhenda gripinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:00 Eames-hægindastóll með svörtu leðuráklæði og palísander-viði, líkt og sá sem konan keypti í ágúst 2018. Penninn Kona, sem stefndi Pennanum ehf. til að fá afhentan milljón króna hægindastól sem hún greiddi nær alfarið með inneignarnótum og gjafabréfi, fékk stólinn fyrir jól. „Það er búið að afhenda gripinn,“ segir Bjarki Sigursveinsson lögmaður konunnar í samtali við Vísi. Málið vakti talsverða athygli þegar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var birtur í byrjun desember. Penninn var þar dæmdur til að afhenda konunni umræddan stól, Eames-hægindastól með svörtu leðuráklæði og palísander-viði. Gjafabréf og inneignarnótur Konan keypti stólinn í ágúst 2018 fyrir rúma eina milljón króna. Hún greiddi fyrir hann með gjafabréfi upp á 465 þúsund krónur, inneignarnótum að upphæð 552 þúsund krónur og restina, um 18 þúsund krónur, borgaði hún með greiðslukorti. Inneignarnóturnar hafði konan öðlast með sölu notaðra skólabóka á skiptibókamarkaði. Penninn neitaði að afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að hún hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ í gegnum skiptibókamarkaðinn, auk þess sem ekki mætti nota nóturnar milli verslana eða til húsgagnakaupa. Nýjar skilareglur Pennans Penninn uppfærði skilareglur sínar eftir að konan keypti stólinn en þó áður en málið fór fyrir dóm. Samkvæmt reglunum geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“ Dómsmál Neytendur Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
„Það er búið að afhenda gripinn,“ segir Bjarki Sigursveinsson lögmaður konunnar í samtali við Vísi. Málið vakti talsverða athygli þegar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var birtur í byrjun desember. Penninn var þar dæmdur til að afhenda konunni umræddan stól, Eames-hægindastól með svörtu leðuráklæði og palísander-viði. Gjafabréf og inneignarnótur Konan keypti stólinn í ágúst 2018 fyrir rúma eina milljón króna. Hún greiddi fyrir hann með gjafabréfi upp á 465 þúsund krónur, inneignarnótum að upphæð 552 þúsund krónur og restina, um 18 þúsund krónur, borgaði hún með greiðslukorti. Inneignarnóturnar hafði konan öðlast með sölu notaðra skólabóka á skiptibókamarkaði. Penninn neitaði að afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að hún hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ í gegnum skiptibókamarkaðinn, auk þess sem ekki mætti nota nóturnar milli verslana eða til húsgagnakaupa. Nýjar skilareglur Pennans Penninn uppfærði skilareglur sínar eftir að konan keypti stólinn en þó áður en málið fór fyrir dóm. Samkvæmt reglunum geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“
Dómsmál Neytendur Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13
Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. 4. desember 2020 15:19