Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2021 10:27 Mike Pence er fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna. AP/Lynne Sladky Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30