Svifryksmengun mældist þrefalt yfir heilsuverndarmörkum í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 12:45 Þorsteinn Jóhannsson. Vísir Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda og mældist hæsta gildið þrefalt yfir mörkum. Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn. Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn.
Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20