Svifryksmengun mældist þrefalt yfir heilsuverndarmörkum í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 12:45 Þorsteinn Jóhannsson. Vísir Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda og mældist hæsta gildið þrefalt yfir mörkum. Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn. Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn.
Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20