Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd? Gróa Jóhannsdóttir skrifar 1. janúar 2021 16:01 Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein og eins ef okkar frábæra kvennalandslið í knattspyrnu yrði gert að keppa við karlalið heimsmeistara Frakka og krafa okkar væri að okkar stelpur myndu sigra þá eða í versta falli gera jafntefli. En þetta er sú krafa sem gerð er á íslenskan landbúnað í því tolla- og innflutningsumhverfi sem við búum við í dag. Við getum ekki verið samkeppnishæf, jú við getum verið samkeppnishæf í gæðum vegna áratuga markvissra kynbóta. En í verðum getum við ekki keppt. Vegna legu landsins eru sumur stutt og vetur langir og fóðuröflun og fóðrun skepna því dýr, eins eru aðflutningar dýrari (sem n.b. gerir það líka að aðrar vörur en landbúnaðarvörur eru oftast dýrari hér heldur en í nærumhverfi framleiðslunnar) og síðast en ekki síst erum við örmarkaður. Okkar framleiðsla er aðeins lítið brotabrot af þeirri framleiðslu sem við erum að keppa við og eigum því ekki möguleika á að hagræða í krafti stærðar og fjöldaframleiðslu, enda alveg spurning hvort við myndum vilja sjá þannig framleiðslu hér. Þess vegna verðum við að hafa innflutningsvernd á innlendri landbúnaðarframleiðslu hvort sem hún felst í tollavernd eða einhverju öðru, við viljum fá að keppa á jafnréttisgrunni! Ég hef verið bóndi á fjórða áratug og nú í seinni tíð einnig stjórnarmaður í afurðastöð. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður og úrvinnsla hans býr við. Og er nú svo komið að frumframleiðendur og úrvinnsluaðilar eru í mjög þungum og þröngum rekstri þar sem taprekstur er jafnvel orðinn viðvarandi, en slíkt getur auðvitað ekki gengið til lengdar og hlýtur að enda með því að bú og fyrirtæki enda í þroti með tilheyrandi atvinnumissi. Eini hlekkur þessarar keðju, þ.e. frá frumframleiðanda til neytenda, sem virðist bera sig og jafnvel hafa afgang er verslunin. Að mínu mati stendur kjötframleiðsla á landinu nú á tímamótum, tímamótum þar sem ræðst hvort slík framleiðsla verður áfram stunduð hér innanlands eða flyst alfarið úr landi. Framleiðsluferlar í landbúnaði eru oft mjög langir og t.d. tekur tæp 3 ár frá því að kálfur er getinn þangað til hann er tilbúinn til slátrunar og svipaðan tíma tekur fyrir mjólkurkúna að verða mjólkurkýr. Og ég sem sauðfjárbóndi er núna að panta áburð vegna framleiðslu haustsins 2022. Þetta er því rekstur sem erfitt er að laga að aðstæðum með hraði og tekur langan tíma að bregðast við breytingum á markaði. Og vegna þessara löngu framleiðsluferla er bóndi sem ákveður að hætta eða minnka verulega við sig í dag, ekki tilbúinn með vöru strax á næsta misseri ef markaður kallar eftir því. Þegar við kaupum vöru eða krefjumst þess að vara sé seld undir kostnaðarverði erum við að ganga á rétt einhvers. Það er einhver sem ekki er að fá það greitt sem hann er búinn að leggja í framleiðsluna og framleiðandinn leitar allra leiða til að lækka kostnaðinn. Stundum á kostnað gæða, stundum á kostnað dýravelferðar, stundum á kostnað umhverfisins, stundum á kostnað starfsfólks, stundum á kostnað mannréttinda og stundum á kostnað alls þessa. Það hlýtur að vera til eitthvað sem heitir neytenda siðferði og við sem neytendur hljótum að þurfa að hugsa við hvaða aðstæður það sem við kaupum er framleitt, og ef varan er óeðlilega ódýr af hverju hún kostar ekki meira en raun ber vitni. Viljum við sem þjóð áfram sjá landbúnað eflast og dafna í landinu, eða leggjast af? Þetta er spurning sem við þurfum að svara og mitt svar er Já við viljum öflugan landbúnað og því þurfum við innflutningsvernd á innlenda landbúnaðarframleiðslu. Gróa Jóhannsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun