Biðlar til þjóðarinnar að veitast ekki að Ítölum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00