Fimm ára stöðvaður á hraðbrautinni á leið að kaupa Lamborghini Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 18:17 Drengurinn vissi upp á sig sökina. Búið er að fela andlit hans á þessari mynd. Mynd/Lögreglan í Utah Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins. Bílar Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins.
Bílar Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira