Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 14:28 Hnattræn hlýnun gæti gert lífið á stöðum sem eru heitir fyrir eins og Ástralíu nær óbærilegir á seinni hluta þessarar aldar. Vísir/EPA Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni. Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15