Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 14:28 Hnattræn hlýnun gæti gert lífið á stöðum sem eru heitir fyrir eins og Ástralíu nær óbærilegir á seinni hluta þessarar aldar. Vísir/EPA Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni. Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15