„Stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2020 15:49 Finnur Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag. vísir/vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00
Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49