Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 23:16 Hvergi hafa fleiri dáið á dvalarheimilum en í New York. AP/John Minchillo Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira