Ekkert bendir til annars en að verkfall hefjist á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 14:45 Samningarfundur Reykjavíkurborgar og Eflingar hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta.
Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51
Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29