Ítölsku liðin byrja að æfa í vikunni Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 09:45 Birkir Bjarnason í leik með Brescia. vísir/getty Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Þó að farið sé að rofa til í baráttu Ítala við kórónuveirufaraldurinn er alls ekki víst að hægt verði að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Flest liðanna í ítölsku A-deildinni ættu þó að snúa aftur til æfinga í vikunni. Ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að knattspyrnumenn fái að mæta til æfinga á æfingasvæðum sinna félaga frá og með morgundeginum. Hins vegar fái þeir bara að æfa einir, fyrst um sinn. Áður hafði staðið til að aðeins íþróttafólk í einstaklingsgreinum fengi að snúa aftur til æfinga á morgun, en að íþróttafólk í hópíþróttum mætti ekki mæta á æfingasvæði síns félags fyrr en í fyrsta lagi 18. maí. Nokkur héruð í landinu höfðu ákveðið að fara gegn þessum leiðbeiningum og það mun hafa leitt til breyttrar afstöðu Vincenczo Spadafora, íþróttamálaráðherra. Birkir Bjarnason og aðrir í ítölsku A-deildinni geta því snúið aftur á sitt æfingasvæði . Hins vegar hafa miðlar á borð við La Repubblica og La Gazzetta dello Sport sagt að enn sé alls kostar óvíst að leiktíðin á Ítalíu verði kláruð. Fundur Spadafora og Guiseppe Conte forsætisráðherra á miðvikudag, með nefnd á vegum deildakeppninnar, mun líklega ráða úrslitum. Ef að ítalska deildin hefst að nýju þá verður það í fyrsta lagi 14. júní. Frakkar, Belgar og Hollendingar hafa þegar ákveðið að ekki verði spilað meira í sumar. Þjóðverjar ætla sér hins vegar að byrja í þessum mánuði og Englendingar og Spánverjar halda enn í vonina um að geta klárað sín tímabil.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Lögreglan skipaði Birki Bjarna að fara heim Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni, er um þessar mundir fastur á heimili sínu á Ítalíu. 5. apríl 2020 08:00