Segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki of há Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:40 Geir Þorsteinsson er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri ÍA. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti