Leikmannamarkaðurinn frosinn: „Maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 22:00 Guðmundur Guðmundsson er byrjaður að undirbúa lið Melsungen undir næstu leiktíð. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn