Leikmannamarkaðurinn frosinn: „Maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 22:00 Guðmundur Guðmundsson er byrjaður að undirbúa lið Melsungen undir næstu leiktíð. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46