Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2020 10:57 Úr leik í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/bára Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira