Gylfi, Jóhann Berg og allir hinir prófaðir tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Leicester City á Goodison Park. Getty/Chris Brunskill Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira