Fimmtán ár í dag síðan að Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 11:00 Frank Lampard fagnar öðru marka sinna á móti Bolton 30. apríl 2005 með Eiði Smára Guðjohnsen. Frank og Eiður Smári voru tveir markahæstu leikmenn Chelsea á þessu tímabili. Getty/Mike Egerton 30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal. Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira