Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Kristín Þórisdóttir er í níunda bekk í Kársnesskóla. Hún segir að hafa eigi hag barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira