Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Kristín Þórisdóttir er í níunda bekk í Kársnesskóla. Hún segir að hafa eigi hag barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira