Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Kristín Þórisdóttir er í níunda bekk í Kársnesskóla. Hún segir að hafa eigi hag barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. „Mér var eiginlega bara pínu ofboðið yfir því hversu lengi við erum búin að vera heima, eða í svona tvo mánuði. Mér finnst að það eigi að hafa hag barna að leiðarljósi þegar það er verið að taka svona ákvarðanir. Þannig ég ákvað að senda bréf," segir Kristín Þórisdóttir. Kristín er í níunda bekk í Kársnesskóla í Kópavogi og í bréfinu sem hún sendi umboðsmanni barna á mánudag vísar hún í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi rétt til menntunar og biður umboðsmann um aðstoð við að hafa áhrif á málið. „Ég fékk svar, sem var jákvætt. Þau ákváðu að senda erindi á Kópavogsbæ. En það kemur í ljós hvernig það fer." Hún hlakkar til að komast aftur í skólann, bæði til að hitta vinina og fá kennslu. Þrátt fyrir að fjarkennslan undanfarið hafi verið ágæt jafnist hún á engan hátt við að mæta í skólann og hitta kennara. „Menntun skólabarna er hefur verið heft síðustu tvo mánuðina. Það hefur ekki verið nógu mikill lærdómur finnst mér síðustu mánuði," segir Kristín. Kársnesskóla verður ásamt þremur öðrum grunnskólum í Kópavogi lokað 6. maí ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.vísir/hörður Samkvæmt svörum frá Kópavogsbæ verður fjórum skólum, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, lokað 6. maí ef ekki semst fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, þ.e. Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Karen Rúnarsdóttir í foreldrafélagi leikskólans Fífusala.visir/Egill Foreldri leikskólabarns í Fífusölum hvetur samninganefndir til að setja fullan kraft í viðræður. „Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur staður fyrir börn. Bæði er það góð menntastofnun og síðan er þetta líka griðastaður fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir," segir Karen Rúnarsdóttir. „Við hér í foreldrafélagi Fífusala leggjum því alla áherslu á að samninganefndir semji sem fyrst, barnanna vegna." Samningafundur gærdagsins var árangurslaus en fundað verður aftur í deilunni á morgun. Kristín vonar að lausn finnist áður en til verkfalls kemur á þriðjudag. „Flestir eru að byrja í skólanum 4. maí og verða þá út maí en hjá okkur yrði örugglega bara verkfall út maí. Mér finnst það bara pínu ósanngjart og það er ekki mikið jafnrétti í því," segir Kristín.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira