Segir samherja Gylfa heimskan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:15 Moise Kean hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. vísir/getty Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið. Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00
Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45