Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“ Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“
Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38
Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33
Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00