Lífið

Fluttu gamalt hús frá Akureyri á Refsstaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nauðsynlegt var að aka með húsið að næturlagi.
Nauðsynlegt var að aka með húsið að næturlagi.

Þættirnir Gulli Byggir hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöld en í þáttunum fylgist Gulli Helga með framkvæmdum hjá Íslendingum.

Fyrsti þátturinn var nokkuð merkilegur en þar var fylgst með því þegar þau hjónin Anna Lísa Hilmarsdóttir og Brynjar Bergsson sóttu hús til Akureyrar og komu fyrir á Refsstöðum.

Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn. 

Planið var að koma húsinu fyrir við hliðina á fjósi þeirra hjóna og setja á laggirnar litla ferðamannamóttöku og kaffihús þar sem verður meðal annars hægt að kaupa sér ís.

Hér að neðan má sjá brot úr ferðlaginu á Refsstaði en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2 Maraþon.

Klippa: Fluttu gamalt hús frá Akureyri á Refsstaði





Fleiri fréttir

Sjá meira


×