Telja mun fleiri hafa látist í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 16:15 Kæligámar sem komið var fyrir við Bellevue-sjúkrahúsið í New York til að taka við líkum þeirra sem létust úr Covid-19 í mars. Vísir/EPA Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06
Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33
Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent