Stefnumót við náttúru Íslands Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. apríl 2020 11:30 Í dag er dagur umhverfisins og sumardagurinn fyrsti nýliðinn. Hugurinn hvarflar því að björtum sumarnóttum. Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. Einstök náttúra í seilingarfjarlægð Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar, tveir þeirra á heimsminjaskrá UNESCO og 115 önnur friðlýst svæði í öllum landshlutum. Þar seytla lækir, brestur í jöklum, hvín í hverum og korrar í rjúpum - og allt er þetta innan seilingar, á landinu þínu. Hafir þú einhvern tímann viljað kanna náttúru Íslands, þá er tækifærið sannarlega núna! Á friðlýstum svæðum er að finna óviðjafnanlega náttúru. Þetta eru svæði sem hafa verið friðuð með það að markmiði að vernda náttúrufarsleg sérkenni og tryggja rétt núlifandi kynslóða, og ekki síður þeirra sem á eftir koma, til þess að njóta lítt snortinnar náttúru. Mig langar til þess að hvetja ykkur, kæru Íslendingar, til þess að eiga stefnumót við náttúru Íslands í sumar. Að taka stefnuna á friðlýst svæði og kynnast perlum íslenskrar náttúru. Að sjálfsögðu vil ég setja þann fyrirvara að ferðalögin verði í samræmi við tilmæli þríeykisins okkar góða; Ölmu, Víðis og Þórólfs. Efling landvörslu og átak í friðlýsingum Þegar ég varð ráðherra setti ég af stað sérstakt átak í friðlýsingum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í dag geng ég frá sjöundu friðlýsingunni í ráðherratíð minni, þegar ég friðlýsi háhitasvæði Brennisteinsfjalla á Reykjanesi gegn orkuvinnslu. Fram undan núna í vor eru margar fleiri friðlýsingar, t.d. Geysis, Goðafoss og Látrabjargs. Í haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar fram til þessa. Á friðlýstum svæðum starfar fjöldi þjóðgarðsvarða og landvarða sem munu taka fagnandi á móti ykkur (úr öruggri tveggja metra fjarlægð ef því er að skipta). Þeir standa fyrir fjölda viðburða á svæðunum í sumar, t.d. fræðslugöngum og barnastundum. Um hálfum milljarði króna hefur verið varið sérstaklega til aukningar landvörslu síðan núverandi ríkisstjórn tók við og landvörðum sem starfa allan ársins hring hefur fjölgað í öllum landshlutum. Efling innviða á náttúruverndarsvæðum Á síðustu árum hefur líka orðið gríðarlega mikil og góð uppbygging á innviðum á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum. Fyrir fáeinum árum bárust okkur tíðar fréttir af því að náttúran á fjölsóttum stöðum væri undir miklu álagi, enda hafði fjöldi ferðamanna sem sóttu landið heim margfaldast á skömmum tíma. Þótt nú séu breyttir tímar vegna þeirra áskorana sem kórónuveiran hefur í för með sér okkur þá er vert að halda því á lofti að vegna uppbyggingar undanfarinna ára eru innviðir á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum víða um land orðnir til mikils sóma. Við Gullfoss hefur til dæmis átt sér stað umfangsmikil uppbygging síðasta áratuginn, með stígum, stigum, pöllum og bættri hálkuvörn. Aðstæður við Dettifoss vestan megin hafa gjörbreyst og hið sama má segja um Dynjanda og mörg fleiri svæði. Samkvæmt Landsáætlun um uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, sem kynnt var fyrr í vor, verður unnið enn frekar að eflingu innviða á næstu þremur árum með um 200 verkefnum á um 100 stöðum á landinu. Friðlýst svæði skila efnahagslegum ávinningi Við getum stutt við ferðaþjónustuna í landinu með því að ferðast innanlands, en rannsóknir sýna að friðlýst svæði eru aðdráttarafl sem skilar efnahagslegum ávinningi sem að hluta til verður eftir heima í héraði í gegnum kaup á margvíslegri gisti- og veitingaþjónustu, auk afþreyingar. Er ekki tilvalið að við gerumst ferðamenn í eigin landi í sumar? Þjóðgarðarnir, þjóðskógarnir og öll hin friðlýstu svæðin bíða eftir okkur! Með nóg af plássi til þess að halda öruggri fjarlægð frá næsta manni. Gleðilegt sumar og njótum íslenskrar náttúru á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er dagur umhverfisins og sumardagurinn fyrsti nýliðinn. Hugurinn hvarflar því að björtum sumarnóttum. Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. Einstök náttúra í seilingarfjarlægð Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar, tveir þeirra á heimsminjaskrá UNESCO og 115 önnur friðlýst svæði í öllum landshlutum. Þar seytla lækir, brestur í jöklum, hvín í hverum og korrar í rjúpum - og allt er þetta innan seilingar, á landinu þínu. Hafir þú einhvern tímann viljað kanna náttúru Íslands, þá er tækifærið sannarlega núna! Á friðlýstum svæðum er að finna óviðjafnanlega náttúru. Þetta eru svæði sem hafa verið friðuð með það að markmiði að vernda náttúrufarsleg sérkenni og tryggja rétt núlifandi kynslóða, og ekki síður þeirra sem á eftir koma, til þess að njóta lítt snortinnar náttúru. Mig langar til þess að hvetja ykkur, kæru Íslendingar, til þess að eiga stefnumót við náttúru Íslands í sumar. Að taka stefnuna á friðlýst svæði og kynnast perlum íslenskrar náttúru. Að sjálfsögðu vil ég setja þann fyrirvara að ferðalögin verði í samræmi við tilmæli þríeykisins okkar góða; Ölmu, Víðis og Þórólfs. Efling landvörslu og átak í friðlýsingum Þegar ég varð ráðherra setti ég af stað sérstakt átak í friðlýsingum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í dag geng ég frá sjöundu friðlýsingunni í ráðherratíð minni, þegar ég friðlýsi háhitasvæði Brennisteinsfjalla á Reykjanesi gegn orkuvinnslu. Fram undan núna í vor eru margar fleiri friðlýsingar, t.d. Geysis, Goðafoss og Látrabjargs. Í haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar fram til þessa. Á friðlýstum svæðum starfar fjöldi þjóðgarðsvarða og landvarða sem munu taka fagnandi á móti ykkur (úr öruggri tveggja metra fjarlægð ef því er að skipta). Þeir standa fyrir fjölda viðburða á svæðunum í sumar, t.d. fræðslugöngum og barnastundum. Um hálfum milljarði króna hefur verið varið sérstaklega til aukningar landvörslu síðan núverandi ríkisstjórn tók við og landvörðum sem starfa allan ársins hring hefur fjölgað í öllum landshlutum. Efling innviða á náttúruverndarsvæðum Á síðustu árum hefur líka orðið gríðarlega mikil og góð uppbygging á innviðum á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum. Fyrir fáeinum árum bárust okkur tíðar fréttir af því að náttúran á fjölsóttum stöðum væri undir miklu álagi, enda hafði fjöldi ferðamanna sem sóttu landið heim margfaldast á skömmum tíma. Þótt nú séu breyttir tímar vegna þeirra áskorana sem kórónuveiran hefur í för með sér okkur þá er vert að halda því á lofti að vegna uppbyggingar undanfarinna ára eru innviðir á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum víða um land orðnir til mikils sóma. Við Gullfoss hefur til dæmis átt sér stað umfangsmikil uppbygging síðasta áratuginn, með stígum, stigum, pöllum og bættri hálkuvörn. Aðstæður við Dettifoss vestan megin hafa gjörbreyst og hið sama má segja um Dynjanda og mörg fleiri svæði. Samkvæmt Landsáætlun um uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, sem kynnt var fyrr í vor, verður unnið enn frekar að eflingu innviða á næstu þremur árum með um 200 verkefnum á um 100 stöðum á landinu. Friðlýst svæði skila efnahagslegum ávinningi Við getum stutt við ferðaþjónustuna í landinu með því að ferðast innanlands, en rannsóknir sýna að friðlýst svæði eru aðdráttarafl sem skilar efnahagslegum ávinningi sem að hluta til verður eftir heima í héraði í gegnum kaup á margvíslegri gisti- og veitingaþjónustu, auk afþreyingar. Er ekki tilvalið að við gerumst ferðamenn í eigin landi í sumar? Þjóðgarðarnir, þjóðskógarnir og öll hin friðlýstu svæðin bíða eftir okkur! Með nóg af plássi til þess að halda öruggri fjarlægð frá næsta manni. Gleðilegt sumar og njótum íslenskrar náttúru á komandi misserum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar